Auðnin dregur mig niður forna slóð, dvín hinsta sól
þar arka dauðir menn og ef ég lifi í nótt hún ann mér enn
Þig hef ég áður hitt, myrkrið sem kvelur mig
Þú herjar enn svo grimm, þú herjar enn svo grimm
Ég horfi í augu þín, þar er allt í ró, illvilji þó
Ég ráfa í auðn og fár, þau drepa hljótt, óblæðandi sár
Sefur þú ein um sinn, vakir þú ein um sinn?
Ég læri seint, ég læri seint
Ef þú ferð þína leið, þá fer ég mína leið