Ég er ekki frá því
Að það liggi á því
Að við tölum mannamál
Kveikjum lítið bál
Ég er ekki frá því
Að það liggi á því
Að við tölum mannamál
Tendrum lítið bál
Og horfum bara á
Horfum bara á
Halastjörnur þjóta
Yfir himininn
Ég er rétt svo hérna
Og þær eru þarna
Ég hérna
Hún er þarna
Ég er skelfingu lostinn
Furðu lostinn
Ég þekki ekki
Leiðina heim
Svo ég fylgist bara með þeim
Halastjörnur þjóta
Yfir himininn
Ég er rétt svo hérna
Og þær eru þarna
Halastjörnur þjóta
Yfir himininn
Ég er rétt svo hérna
Og þær eru þarna