Er postulíns fíllinn fer nú af stað,
Brothættur vegur varast skal.
Í hálf tómri hillu snýr sér í hring,
Langt er til gólfs og endar með ding.
Postulíns fíllinn hugaður er,
Hleypur um villtur ruglaður er.
Glermunir þeytast og brotna með látum,
Úr skápum og hillum, það endar með grátum.
Hann reynir að bakka, en rekst þá á borð,
Skálar og diskar springa ,ég á ekki orð.
Hann snýr sér í stressi, en sparkar í vasa,
Með ósköpum miklum - hvað ertu að brasa.
Postulíns fíllinn hugaður er,
Hleypur um villtur ruglaður er.
Glermunir þeytast og brotna með látum,
Úr skápum og hillum, það endar með grátum.
Eigandinn horfir dapur og sljór,
"Fíllinn í búðinni ! mátt vera svolítið mjór!"
En fíllinn hann brosir og trúir því fast,
Að næst verði för hans ekki ,eins mikið , hast.