Yfir dal, yfir sund
Yfir gil, yfir grund
Hef eg gengið á vindléttum fótum
Eg hef leitað mér að
Hvar eg ætti mér stað
Út um öldur og fjöll og í gjótum
En eg fann ekki neinn
Eg er orðinn of seinn
Það er alsett af lifandi' og dauðum
Ég er einbúi nú
Og á mér nú bú
Í eldinum logandi rauðum