Engri lík var stundin sú
Þann dýrðardag er birtist þú
Síðan þá er brautin bein
Og bregst mér ei, jástin ein
Ég hef fundið heimahöfn
Og hjarta mitt ber okkar nöfn
Tilfinning svo tær og hrein
Því engri lík er ástin ein
Hjarta mitt hefur fundið þér samastað
Aðeins þú ert ást mín ein
Með þér ég vil lifa lífinu sama hvað
Göngum saman hönd í hönd
Ég og þú um draumalönd
Saman eigum óskastein
óskin mín, ástin ein
Hjarta mitt...
Ekkert annað óska mér
Allt er fullkomið með þér
Nú er sérhver vegur fær
því ástin sigrar allt