Ég er of mjúk til að molna
Of mjúk til að brotna
Bara bogna ekki brotna
Ég er of meyr til að harðna
Of bein til að bakka
Oft sein til að fatta
Ég er of seig til að soðna
Of sæt til að súrna
Of þyrst til að þorna
Ég er of fræg til að flagna
Of fleyg til að falla
Of fersk til að fyrnast
Ég er of mjúk til að molna
Of mjúk til að brotna
Bara bogna ekki brotna
Ég er of meyr til að harðna
Of bein til að bakka
Oft sein til að fatta
Ég er of seig til að soðna
Of sæt til að súrna
Of þyrst til að þorna
Ég er of fleyg til að falla