Húkkarinn
Hvar í andskotanum átt þú að vera?
Þú átt að vera hér
Skanna pleisið var að lenda hér í Vestmannaeyjum
Helgin byrjar í kvöld
Horfi í kringum mig og leitast eftir fríðum meyjum
Hér byrja hátíðarhöld
Ég sé þig og þig mig
Augnkontakt ekkert sagt
Förum tvö saman heim
Langar til og ég vil
Ég fæ já sofum hjá
Erum tvö saman ein
En nú er stormur að mæta, hvað ætlaru að gera þá?
Djamma
Það er eina sem þú þarft, bara gallinn
Húkkarinn
Taktu tryllingin og tældu eina tvær
Húkkarinn
Veiddu vinningin í
Vestmannaeyjabæ
Fer í lopapeysuna og fylli bakpokann
Leggjum af stað í portið bakvið Krónuna
Fólk að utan sem og innan hlusta á bangera
Lífið í 900, velkomin á Húkkarann
Gefð'mér drykk, annað skot, já
Veðrið slæmt, við erum vot, já
Pollabuxur gera sitt samt
Þetta ball er allt of lit, satt
Tuborg TV er með upptökuna
Af mér að chugga af stút blönduna
Húkkarinn
Taktu tryllingin og tældu eina tvær
Húkkarinn
Veiddu vinningin í
Vestmannaeyjabæ
Húkkarinn
Taktu tryllingin og tældu eina tvær
Húkkarinn
Veiddu vinningin í
Vestmannaeyjabæ
Þetta er lífið, hérna er fjörið
Ef þú ert ekki á Þjóðhátíð
Þá ertu ekki til
Hvar í andskotanum átt þú að vera?
Þú átt að vera hér