Manstu þá tíma er ástin var við völd, ung við vorum þá
Tónlistin réð okkar för, hjörtun svo heit og ör
Í biðröð við ballið við horfðumst lengi á, vaknaði þrá
Stuttpilsin gerðu sitt gagn, strákana drógu´ að sem agn
Í kulda og trekki löng bið, í hlýjuna inn komust við
Þar spiluðu Hljómar, það lag endurómar
Og blikar sem "bláu augun þín"
Frá "fyrsta kossi" við saman stigum dans, "þú og ég" sem par
"Ástarsæla" tók við, erindi um elsku og frið
Þó langt sé um liðið, margt á ævina drifið, við heyrum lögin enn
Samin af Gunnari, rokkið hjá Rúnari
Æskuástin blómstrar enn, og minningin um góða menn
Þar spiluðu Hljómar, það lag endurómar
Og blikar sem "bláu augun þín"