Veistu ef vin þú átt
Þeirri vinsemd þú fagna mátt
Hvað þá bróður sem ber þinn hag
Ofar eigin í lífsins slag
Í æsku var tekist á
Margt var brallað og gaman þá
Hún er síung sú létta lund
Sem sameinar á góðri stund
Við stöndum þétt saman
Þó skilji að lönd
Og skiljum hvorn annan
Án orða, í kærleikum
Stríðni og strákapör
Söngur, gleði, óbeislað fjör
Fæ stuðning bróður ef bjátar á
Hann bjargar öllu okkur hjá
Veistu ef vin þú átt
Þeirri vinsemd þú fagna mátt
Hvað þá bróður sem ber þinn hag
Ofar eigin í lífsins slag
Við stöndum þétt saman
Þó skilji að lönd
Og skiljum hvorn annan
Án orða, í kærleikum