Hljómsveitarmennirnir stíga á sviðið
Snillingar allir sem einn
Eyjólfur Árni, Hrólfur í miðið
Tryggvi, hinn síungi sveinn
Tryllist liðið í taktföstum slögum
Tárast í hugljúfum lögum
Tenórar ljúfir tveir syngja og bassi
Sem tón finnur nið'rí rassi
Fjórraddað kyrjar tríóið
Fjórraddað kyrjar tríóið
Á Kó ó ó ó ó ó ngsbakka
Á Kó ó ó ó ó ó ngsbakka, betra en Bó
Asskoti fimir sem apar í trjánum
Ota fram gítörum, tólum
Konurnar, elskurnar, kikna í hnjánum
Kafrjóðar renna af stólum