Margt má nú segja um Menningarnótt
Mestmegnis fagurt en annað all ljótt
Syndirnar gleymast þó furðu fljótt
Fólkið skemmtir sér, þér og mér
Borgin við sundin hún iðar af ást
Ungir sem aldnir að henni dást
Vakna draumar sem ef til vill nást
Sungið og spilað um alla borg
Sveimar fjöldinn um stræti og torg
Hámenning íbland við þungarokksorg
Fólkið skemmtir sér, þér og mér
Við höfnina endar svo hátíðin
Hefst þá flugeldasýningin
Hvar er partí er spurningin