Ó hve sætlega sumarið leið
Í sólríkju rann það sitt skeið
Og birtan baðaði allt
Bræddi það áður var kalt
Haustið svo húmaði að, hrátt og svalt
Myrkrið umvefur menn
Mjúklega veitir í senn, frið og ró
Í vetrarins ríki er vært, hljótt og tært
En fegurðin felur mörg sár
Felli á Mörsug og Þorra
Dimma, drungi og tár
Draugar í huganum morra
Vaknar svo aftur von, vor og bros
Sólin hún sést á ný
Sannlega lífið gefur, björt og hlý
Hleypum ljósinu að hjartastað