Þögul nótt við strengja hljóm, lítið lag og ástarljóð
Leyndarmál sem þögnin kann að geyma
Augnablik í algleymi, vakandi í draumheimi
Á gluggaskjá trónir tindur blár, við lignan sjó, hve fagur
Hér vil ég dvelja ævilangt, djúpri nálægð þinni hjá
Þar til hinstu himinsstjörnur slökkna
Ég sem var einn og efins, týndur í sorgum heims hef
Nú fundið lífsins mildi gegnum þig
Ó, takk fyrir að elska mig
Þögul nótt við strengja hljóm, lítið lag og ástarljóð
Leyndarmál sem þögnin kann að geyma
Augnablik í algleymi, vakandi í draumheimi
Á gluggaskjá trónir tindur blár, við lignan sjó, hve fagur
Hér vil ég dvelja ævilangt, djúpri nálægð þinni hjá
Þar til hinstu himinsstjörnur slökkna
Ég sem var einn og efins, týndur í sorgum heims hef
Nú fundið lífsins mildi gegnum þig
Ó, takk fyrir að elska mig