Hverju er hægt að bjarga úr þessu braki?
Býsna lítið eftir af mér er
Skrokkurinn er lúinn, og sálin í flaki
Sárlega er nú komið fyrir mér
Sárlega er komið fyrir mér
Í æsku var nú eitthvað annað að sjá mig
Efnilegur ungur maður var
Lífið sólríkt bjart við mér brosti
Bauð mér í lystireisu far
Bauð mér í reisu far
Bjargaðu því sem hægt er úr braki þessu
Bjóddu mér að standa upp og fylgja þér
Fyrirgefðu allt, sem fór í klessu
Finndu leið sem opnast fyrir mér
Og ég skal feta þá þröngu braut
En áður fyrr ég breiða veginn þaut
Syndin var svo fríð, lúmsk og lævís
Læddist að mér með svo veika lund
Lofaði að greiða götu mína
Í glötun steypti mér á skammri stund
Í glötun á skammri stund
Drykkjan er sá djöfulegi vinur
Sem dregur úr þér allan viljastyrk
Og maðurinn aumur, er svo linur
Að hann fylgir honum þó framtíðin sé myrk
Hann fylgir þó framtíðin sé myrk
Bjargaðu því sem hægt er úr braki þessu
Bjóddu mér að standa upp og fylgja þér
Fyrirgefðu allt, sem fór í klessu
Finndu leið sem opnast fyrir mér
Og ég skal feta þá þröngu braut
En áður fyrr ég breiða veginn þaut